Fara í efni

Fyrirlestur um einelti og nettælingu

Fundur
Komiði sæl.Næsta miðvikudag, þann 12. mars verða Sigurður kennsluráðgjafi og Þorgrímur forvarnarfulltrúi frá skólaþjónustunni með fyrirlestra í félagsheimilinu Þórsveri kl. 17:00-19:00. Sigurður ætlar

Komiði sæl.

Næsta miðvikudag, þann 12. mars verða Sigurður kennsluráðgjafi og Þorgrímur forvarnarfulltrúi frá skólaþjónustunni með fyrirlestra í félagsheimilinu Þórsveri kl. 17:00-19:00. Sigurður ætlar að kynna niðurstöður könnunar um einelti hér í skólanum sem gerð var í nóvember og er liður í Olweusarverkefninu sem skólinn tekur þátt í. Síðan tekur Þorgrímur við og ætlar að fjalla um "nettælingu" en það er vandamál sem færist í vöxt með sívaxandi netnotkun barna og unglinga. Sannarlega athyglisverðir fyrirlestrar sem enginn ætti að missa af!

Hvet alla til að mæta.

Heiðrún Ó.