Fara í efni

Fyrirmyndir á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga

Fundur
Í desember síðastliðnum voru afhentar viðurkenningar Þekkingarnets Þingeyinga fyrir að vera fyrirmynd í framhaldsfræðslu á starfssvæði Þekkingarnetsins. Þekkingarnet Þingeyinga tilnefnir á hverju

Í desember síðastliðnum voru afhentar viðurkenningar Þekkingarnets Þingeyinga fyrir að vera fyrirmynd í framhaldsfræðslu á starfssvæði Þekkingarnetsins. 

Þekkingarnet Þingeyinga tilnefnir á hverju ári einn til tvo einstaklinga sem Fyrirmynd í framhaldsfræðslu til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Að þessu sinni voru þær Gunnþórunn Þorgrímsdóttir og Jóhanna Sigríður Jónsdóttir tilnefndar af Þekkingarnetinu. Á síðasta ári var tekin upp sú nýbreytni að veita þessum einstaklingum viðurkenningar heima í héraði.
 
Jóhanna Sigríður hlaut viðurkenningu Fræðslumiðstöðvarinnar ásamt tveimur öðrum fyrirmyndum

Óskum við Jóhönnu Sigríði innilega til hamingju með að vera Fyrirmynd í framhaldsfræðslu árið 2012. Hún sýnir það og sannar að nám í heimabyggð er valkostur.

Sjá nánari umfjöllun á heimasíðu Þekkingarnets Þingeyjinga