Fyrsta loðnan á vertíðinni á leið til Þórshafnar
08.01.2015
Fréttir
Heimaey VE 1 kemur til Þórshafnar í dag með fyrstu loðnuna á þessari vertíð. Aflinn er um 1280 tonn og fara 330 tonn í frystingu
Skip Ísfélags Vestmannaeyja, Heimaey VE 1 kemur með fyrstu loðnuna á þessari vertíð í land á Þórshöfn um kl.18 í dag. Aflinn er 1280 tonn og fara 330 tonn í frystingu og 950 tonn í bræðslu að sögn Rafns Jónssonar verksmiðjustjóra á Þórshöfn. Loðnan er veidd um 50 mílur norður af Hraunhafnartanga og er annað skip Ísfélagsins þar á veiðum, Sigurður VE 15 /HS