Fara í efni

Fyrsta Loðnan kominn á land á Þórshöfn

Íþróttir
8. janúar 2008Fyrsta loðna sem kom á land á þessu ári var frá Þorsteini ÞH-360 sem landaði í gærkvöldi hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar tæpum 200 tonnum af frystri loðnu sem fór beint í frystigeymslu HÞ

8. janúar 2008
Fyrsta loðna sem kom á land á þessu ári var frá Þorsteini ÞH-360 sem landaði í gærkvöldi hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar tæpum 200 tonnum af frystri loðnu sem fór beint í frystigeymslu HÞ og svo áfram til útflutnings síðar í vikunni. Loðnan er nokkuð blönduð að stærð, að sögn Finnboga skipstjóra og fremur smá. Þorsteinn hélt strax aftur á miðin austur með landinu

Í kjölfarið kom síðan Júpíter ÞH-363 og snemma morguns 8/1 var landað úr honum 250 tonnum af loðnu.Henni var dælt beint inn í vinnslusal HÞ þar sem hún er flokkuð en síðan hefst frysting þar sem unnið verður á tvískiptum vöktum, um 20 manns á hvorri vakt. Loðnan er mjög blönduð, líkt og afli Þorsteins en að meðaltali eru um 54 stk í kílóinu sem er heldur smærra en um sama leyti í fyrra, að sögn starfsmanna við flokkunina.

Myndir og grein Líney Sigurðardóttir.