Fyrsti fundur ársins 2009
Fyrsti fundur ársins í unglingadeild Björgunarsveitarinnar Hafliða verður haldinn miðvikudagskvöldið 21. janúar kl. 19:30 í Hafliðabúð. Stefnt er á fundir í unglingadeildinni verði haldinn annan miðvikudag hvers mánaðar í vetur. Krakkar fæddir ´91 - ´95 eru velkomin. Kenndur verður kortalestur og að nota gps-tæki, áttavita og skyndihjálp. Sýndur verður sigbúnaður, bátar og önnur tæki og stefnt að því að fara í ferðir. Athugið að þetta er bæði fyrir stelpur og stráka.
Aldur þeirra sem starfa í unglingadeildum björgunarsveita er almennt 14 til 18 ára.
Þórarinn Þórisson ætlar að vera umsjónarmaður unglingadeildar en fleiri aðilar koma að ýmsum námskeiðum og öðrum þáttum.
Foreldrar eru velkomnir á fundinn.
Innan unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur mikill fjöldi unglinga fundið athafnaþrá sinni farveg til heilbrigðra, spennandi og uppbyggilegra starfa. Unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eiga sér langa sögu og hafa unglingadeildir gefið af sér sterka einstaklinga sem eru góð endurnýjun fyrir björgunarsveitir landsins, en einnig er starf í unglingadeildum gott veganesti út í lífið.
Mynd :Við sigæfingar