Gaman saman!
Nemendur í 6. og 7.bekk skemmtu sér vel seinustu skóladagana. Þriðjudaginn 25.maí mættu krakkarnir í skólann og fóru í ratleik um bæinn. Það voru þrjú lið sem kepptu og vinningarhafar voru Dominik, Grétar og Þorbergur. Í verðlaun fengu þeir boli og áprentanir að eigin vali frá Fánasmiðjunni!
Um kvöldið mættu allir kl. 19.00 í Verið, þar grillaði Örvar yfirkokkur hamborgara og pylsur fyrir alla. Eftir matinn komu foreldrarnir og skoruðu á krakkana í fótbolta. Úrslitin voru 10-5 fyrir foreldrum í þetta skiptið! Enda börðust sumir foreldrar til síðasta blóðdropa...(eins og sjá má á myndum í myndasafni)
Eftir bolta fóru krakkarnir í sund og svo var búið um sig í stóra salnum því allir fengu að gista í íþróttahúsinu. Morguninn eftir voru krakkarnir vaktir í morgunmat kl.hálf tíu með dúndrandi diskótónlist! Týndust svo krakkarnir heim fljótlega upp úr því og trúlegt er að einhverjir hafi lagt sig þegar heim var komið...
Myndir í myndasafni