Gaman saman á Nausti!
Samstarfsverkefni Leikskólans og Nausts .
11 krakkar á 5 ára aldri heimsækja Naust á 3ja vikna fresti. Markmiðið er að stuðla að tengslamyndun milli barna og aldraðra, eiga notalega og uppbyggilega samverustund á báða bóga. Hafa það Gaman Saman! Unnið er eftir Eden Alternative hugmyndafræðinni en þar er meðal annars sagt frá því hvernig plöntur, dýr og börn færa gleði inn á hjúkrunarheimili og auka vellíðan íbúanna.Lögð er áhersla á að hafa heimsóknirnar sem heimilislegastar, ekki settar upp sem skemmtanir, heldur að reyna að ná fram stemningu sem minnir á sambandið á milli afa, ömmu og barnabarnanna. Brúa kynslóðarbilið. Í síðustu heimsókn kom Kristín Heimisdóttir með gítarinn og við sungum saman vor-og sumarlögin. Allir skemmtu sér mjög vel. Myndir
Linda Pehrsson iðjuþjálfi