Gangnaseðill í Langanesbyggð 2024
Hér gefur að líta gangnaseðil fyrir hinar þrjár fjallskiladeildir í Langanesbyggð 2024
Tengill á niðurjöfnun verka er hér
-Þistilfjarðardeild
-Langanesdeild vestari
-Langanesdeild austari
Eins og fyrri ár er bændum að mestu gert að smala það landsvæði þar sem þeir helst eiga fjárvon á og leitast hefur verið við að jafna verkum niður á þá bæði eftir óskum en þó þannig að jafnræðis sé að mestu gætt eftir fjáreign innan hvers landssvæðis þar sem þeir helst eiga fjárvon á.
Fé úr Þistilfirði og af Langanesi sem kemur til réttar í Öxarfirði verður flutt í skilarétt í Garði. Soffía Björgvinsdóttir mun láta fjáreigendur vita og þeir sjá sjálfir um að sækja sínar kindur þangað.
Fé úr Öxarfirði sem kemur til réttar í Langanesbyggð skal komið til skilaréttar á Gunnarsstöðum eða Garði, og skal láta viðkomandi réttarstjóra vita. Þó sækja Öxfirðingar sitt fé sjálfir á fyrstu rétt á: Álandstungurétt, Fjallalækjarselsrétt og Garðsrétt
Eigendur fjár úr Langanesbyggð sem kemur til réttar á Katastaðarétt verða látnir vita, og þeir sjá sjálfir um að sækja sitt fé þangað.
Allir flutningar innan fjallskiladeilda eru lagðir af á kostnað fjallaskilasjóðs.
Réttarstjórar á heimaréttum skulu tilkynna eigendum sauðfjár innan fjallskiladeildar, sem þar koma fyrir, um þær, ber þeim þá, að sækja þær á eigin kostnað.
Gangnaforingjar bera ábyrgð á framkvæmd gangna, þeir boða til gangna með hæfilegum fyrirvara, meta veðurskilyrði, boða breytingar. Gæta að skepnum og mönnum. Jafnframt eru þeir réttarstjórar ef aðrir eru ekki tilgreindir.
Dagsetningar gangna eru á jöfnunarblaði, ódagsettar göngur, tímasetur gangnaforingi. Réttir eru áætlaðar eftirtalda daga.
Garðsrétt 8. september Fjallalækjarselsrétt 8. september
Álandstungurétt 16. september Dalsrétt 14. september
Hvammsrétt 13. september Hófaskarðsrétt 9. september
Gunnarsstaðarétt 14. september- Réttarstjóri Axel Jóhannesson
Tunguselsrétt 9. september – Réttarstjóri Ævar Rafn Marinósson
Hallgilsstaðarétt 9. september - Réttarstjóri Jóhannes Ingi Árnason
Ósrétt 20. september.
Miðfjarðarrétt 18. september.
Þorvaldsstaðarétt 21. September
Skeggjastaðarétt 22. September
Bakkarétt 20. September
Aðrar réttir eru samdægurs og smalað er til þeirra.