Fara í efni

Gengið á Langanesinu

Íþróttir
28. júní 2008Þessa dagana eru hér á Þórshöfn staddir afkomendur Gunnlaugs Sigurðssonar og Guðbjargar Magnúsdóttur sem bjuggu á Grund 1934-1940.Er fólkið hér saman komið til að labba á Langanesinu og k

28. júní 2008
Þessa dagana eru hér á Þórshöfn staddir afkomendur Gunnlaugs Sigurðssonar og Guðbjargar Magnúsdóttur sem bjuggu á Grund 1934-1940.
Er fólkið hér saman komið til að labba á Langanesinu og kynna sér slóðir forfeðra sinna.

 Fyrsta daginn var gengið frá Ártúni yfir í Fagranes en þar bjó Jón Jónasson sem var móðurbróðir Gunnlaugs. Byggð lagðist af í Fagranesi 1939 og var Fagranes meðal fyrstu jarða á Langanesi sem fór í eyði. Jörðin var mjög hentug fyrir sauðfjárbúskap en fjarðlægð og erfiðar samgöngur eru taldar helstu ástæður fyrir því að byggð lagðist þar af svo snemma.

Á Fagranesi var tvíbýli og bjó Jón á Fremri bænum, var því förinni heitið þangað. Með í för voru einnig nokkrir afkomendur Sigríðar Sigurðardóttur,
systur Gunnlaugs. Jónas Lárusson sem er vel kunnugur á þessum slóðum leiddi
hópinn.

Hér má sjá myndir af ferðinni.

Hilma S