Gestabókarganga á Kollufjall
Næsta ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar verður laugardaginn 27. apríl, á þeim langa kosningadegi. Gengið verður með
gestabók upp á Kollufjall við Kópasker.
Kollufjall hefur verið valið í verkefnið “Fjölskyldan á fjallið” þetta árið, en það er UMFÍ og HSÞ sem standa
fyrir verkefninu. Gestabókinni verður komið fyrir í kassa sem verður við vörðu á fjallstoppnum í allt sumar.
Af Kollufjalli er gott útsýni yfir Núpasveit, í vestri er Axarfjörðurinn/Öxarfjörðurinn og sést vel til Tjörness og Kinnafjalla.
Í góðu skyggni er hægt að sjá allt vestur á Hornstrandir. Í norðaustri og austri eru Leirhafnarfjöll og Hólaheiði.
Lagt verður upp frá skólahúsinu á Kópaskeri kl 13:00. Þetta er ekki erfið ganga (einn skór ).
Mætum vel klædd og skóuð í hressandi vorgöngu.