Fara í efni

Góð skemmtun að læra á bókasafninu

Fréttir
1.-2.bekkur hlustar af athygli á Líneyju
1.-2.bekkur hlustar af athygli á Líneyju
"Grettir Ásmundarson var fríður maður sýnum, breiðleitur, skammleitur og rauðhærður" Þetta vita nemendur í 3. og 4.bekk við Grunnskólann á Þórshöfn en þau læra nú íslendingasögur í bókasafninu hjá Líneyju.

"Grettir Ásmundarson var fríður maður sýnum, breiðleitur, skammleitur og rauðhærður" Þetta vita nemendur í 3. og 4.bekk við Grunnskólann á Þórshöfn en þau læra nú Íslendingasögur í bókasafninu hjá Líneyju. Í morgun byrjuðu nemendur á að teikna Gretti upp á stórt veggspjald eftir að hafa lesið sér til um hann m.a. í barnaútgáfunum af Njálu og Laxdælu.

Nemendur í 1. og 2.bekk fóru einnig á bókasafnið í morgun en þau læra þar um fuglana. Hver nemandi hefur valið sér einn fugl, lesið sér til um hann og eru allir að vinna að sinni eigin bók um sinn fugl.

Samhliða því að lesa, ræða málin, teikna og skrifa syngja nemendur einnig um viðfangsefnin og í morgun söng 3. og 4.bekkur um Gretti og 1. og 2. bekkur um tjaldinn. /HS