Góð þátttaka í Langaneshlaupinu
Á baráttudegi verkalýðsins í gær 1 maí var Langaneshlaup sem fara átti í lok heilsuvikunnar. Alls voru þetta um 30 manns sem
tóku þátt, fullorðnir og börn. Vegalengdirnar voru 3,5,7 og 10 km, í hressandi norðan garra. Þeir allra hörðustu voru þrír
hlaupagarpar sem hlupu alla leið frá Heiði á Langanesi, 17.7 km en það var gert sem áheitahlaup til styrktar tækjakaupum í
íþróttahúsið. Það voru þau Valgerður Sæmundsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson og Hólmgeir Rúnar Hreinsson, en
Valgerður og Þorsteinn hafa unnið ötullega að því að styðja við endurbætta íþróttaaðstöðu.
Að hlaupi loknu bauð Verkalýðsfélag Þórshafnar uppá gómsæta súpu og frítt í alla notkun á
íþróttahúsinu. Þeir sem vilja styrkja áheitasöfnunina er bent á reiknr. reiknr. 1129-05-400179
kt. 240881-5279