Fara í efni

Góðar gjafir til Nausts!

Fundur
31.desember 2007Á dögunum bárust góðar gjafir til dvalar- og hjúkrunarheimilisins Nausts á Þórshöfn.  Forláta lyftustóll sem Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis gaf heimilinu, 42" sjónvarp sem Ra

31.desember 2007
Á dögunum bárust góðar gjafir til dvalar- og hjúkrunarheimilisins Nausts á Þórshöfn. 

Forláta lyftustóll sem Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis gaf heimilinu, 42" sjónvarp sem Rauða kross deildin á Þórshöfn gaf og æfingarhjól er börn Adda og Sillu á Gunnarsstöðum gáfu, ásamt minningar- og gjafasjóði Nausts, til minningar um foreldra sína. 

Borghildur Þóroddsdóttir og Hrefna Marinósdóttir (ásamt Sigurjóni Vikari dóttursyni Hrefnu), forstöðukonur, auk Hörpu Ragnarsdóttur, starfsstúlku, tóku við gjöfunum fyrir hönd heimilisins og sýndu Björg og Harpa gefendum lyftustólinn í notkun.  Af hálfu gefenda voru viðstödd þau Guðni Örn Hauksson og Kristín Kristjánsdóttir frá Sparisjóðnum, Þórunn Þorsteinsdóttir frá deild Rauða krossins á Þórshöfn og Jóhannes, Ragnar og Steingrímur J. Sigfússynir fyrir hönd barna Adda og Sillu. 

Gefendum eru þakkaðar höfðinglegar gjafir sem lýsa vel þeim hlýhug er umræddir aðilar bera til heimilisins.  Gjafirnar munu koma að góðum notum í framtíðinni.

Myndir

Björn Ingimarsson
sveitarstjóri