Fara í efni

Góðar markaðshorfur fyrir grásleppuhrogn

Fundur
8.febrúar 2008Og grásleppukarlar vænta þess að verð á tunnu af hrognum hækki í 60-70 þús. kr.  Þótt veiðar á grásleppu hafi dregist verulega saman á síðasta ári er áfram talin þörf á því að takma

8.febrúar 2008
Og grásleppukarlar vænta þess að verð á tunnu af hrognum hækki í 60-70 þús. kr. 

Þótt veiðar á grásleppu hafi dregist verulega saman á síðasta ári er áfram talin þörf á því að takmarka veiðarnar í ár, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir í samtali við nýjustu Fiskifréttir. Hann getur þess einnig að markaðshorfur séu  góðar fyrir grásleppuhrogn og grásleppukarlar vænti verulegra verðhækkana fyrir hrognin.

Þótt veiðar á grásleppu hafi dregist verulega saman á síðasta ári er áfram talin þörf á því að takmarka veiðarnar í ár, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir í samtali við nýjustu Fiskifréttir. Hann getur þess einnig að markaðshorfur séu góðar fyrir grásleppuhrogn og grásleppukarlar vænti verulegra verðhækkana fyrir hrognin.

  Örn segir að helstu veiðiþjóðir grásleppu ætli að halda sínu striki með það að heildarveiðarnar verði ekki meiri en 28-30 þúsund tunnur í ár. Veiðin nam 21.560 tunnum af hrognum á árinu 2007 sem er um 29% samdráttur frá vertíðinni 2006. ,,Mín skoðun er sú að markaðshorfur í ár séu mun betri en á sama tíma í fyrra. Þar sem veiðin minnkaði svo mikið milli ára eru minni birgðir til af hrognum en oftast áður, segir Örn.

 Hann gat þess einnig að LS hvetti grásleppukarla til að hefja ekki veiðar fyrr en búið væri að semja um fast verð og magn. ,, Það verð sem rætt hefur verið um í okkar hópi eru 700 evrur á tunnuna sem þýðir um 60-70 þúsund íslenskar krónu en meðalverðið í fyrra náði vart 40 þúsund krónum á tunnuna, sagði Örn.

 Nánar er fjallað um málið í nýjustu Fiskifréttum.