Fara í efni

Góðri grásleppuvertíð að ljúka

Tónleikar
 Ég held að mér sé óhætt að segja að grásleppuvertíðin í ár sé ein sú allra besta frá upphafi, segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. ,,Miðað við veiði á sóknareiningu, fjö

 

Ég held að mér sé óhætt að segja að grásleppuvertíðin í ár sé ein sú allra besta frá upphafi, segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. ,,Miðað við veiði á sóknareiningu, fjölda báta og lengd veiðitímabilsins hefur grásleppa veiðst betur í ár en nokkurn tíma frá upphafi.

Mér sýnist á öllu að veiðin fari upp í 11.000 tunnur þrátt fyrir að það voru rétt innan við tvö hundruð bátar á grásleppuveiðum í ár og vertíðin 50 dagar en ekki 90 dagar eins og áður. Ég veit um örfáa karla sem enn eru með net í sjó en vertíðinni er senn lokið. Verð hefur haldist í evrum og lækkun krónunnar hjálpað greininni, eins og öðrum útflutningsgreinum, og fyrir vikið hefur afkoma grásleppusjómanna verið betri í ár en undanfarið. Þrátt fyrir að það horfi til batnaðar með verðið þykir mér alltaf undarlegt 


skip.is