Fara í efni

Gott verð fyrir grásleppuhrogn

Fundur
31.mars 2009Grásleppuveiðin hefur nú staðið yfir í mánuð á suðursvæðinu en skemur annars staðar og hefur gengið misjafnlega. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, fylgist með hve

31.mars 2009
Grásleppuveiðin hefur nú staðið yfir í mánuð á suðursvæðinu en skemur annars staðar og hefur gengið misjafnlega. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, fylgist með hvernig gengur. Hann segir rólegt yfir veiðinni.

Í fyrra hafi vertíðin verið góð en byrjunin núna lofi ekki eins góðu. Hann vonar þó að meðalvertíð náist. Langvarandi bræla sé framundan; líklega framundir fimmtudag við Norðurland. Þó megi búast við að nokkuð komi í netin að brælu lokinni. Vel horfi með markaðinn. Menn séu ánægðir með verðið fyrir hrognin. Það sé nokkuð hærra en á sama tíma í fyrra og sé farið að nálgast hundrað þúsund krónur á tunnuna.

ruv.is