Grásleppufréttir
30. mars 2008
Átta til tíu bátar munu róa frá Bakkafirði þetta vorið og byrjaði vertíðin með flugeldasýningu er einn af kapphlaupsköllunum varð svo brátt í brók að hann missti sig og lagði á undan öðrum.
Talsverð óánægja var með þetta meðal hinna Grásleppukallana en ekki er vitað af eftirmálum vegna þessa atviks eða hvort þeir verði einhverjir.
Veiðin lofar góðu en 120-150 grásleppur voru í trossu í fyrsta drætti en veðrið hefur verið mjög leiðinlegt á norðausturhorninu og lítið verið róið þess vegna.
Toppfiskur sem nýlega keypti eignir Byggðarstofnunar á Bakkafirði fyrrum eignir Gunnólfs eru búnir að setja upp aðtöðu til hrognaverkunar og verkar hrognin sem koma af flestum bátunum.
Á Þórshöfn eru fjórir bátar byrjaðir en tveir eru að fara að byrja. Þar hefur veiðin aftur á móti verið lítil.