Fara í efni

Grásleppumál til umfjöllunar á stjórnarfundi LS

Tónleikar
11. mars 2008Á stjórnarfundi LS hinn 7. mars s.l. var rætt um nýhafna grásleppuvertíð og mál henni tengd. Nokkrum vikum fyrir vertíðina (sem hófst 1. mars á suðursvæði) ríkti bjartsýni meðal veiðimann

11. mars 2008
Á stjórnarfundi LS hinn 7. mars s.l. var rætt um nýhafna grásleppuvertíð og mál henni tengd.

Nokkrum vikum fyrir vertíðina (sem hófst 1. mars á suðursvæði) ríkti bjartsýni meðal veiðimanna um að verð á grásleppuhrognum myndi nú hækka myndarlega, ekki síst í ljósi þess að litlar birgðir eru nú til af hrognum.
Þetta hefur ekki gengið samkvæmt vonum.

Fundurinn samþykkti tvennt varðandi grásleppumál:

Stjórnarfundur LS hvetur grásleppuveiðimenn til að sniðganga það lága verð sem boðið hefur verið nú í byrjun vertíðar (280 kr pr kg fyrir hrogn uppúr sjó).

Þá skorar fundurinn á hstv. sjávarútvegsráðherra að undanskilja grásleppuveiðimenn frá skilduákvæðum um vigtun á hafnarvog