Grásleppuveiði misjöfn eftir svæðum
29. mars 2008
Grásleppuveiðin fer mjög misjafnlega af stað á norðan- og austanverðu landinu.
Á meðan grásleppukarlar á Siglufirði kvarta yfir lélegri veiði, er ágætis grásleppuveiði hjá bátum frá Bakkafirði og á Vopnafirði.
Það er komið á fjórðu viku frá því leyfilegt var að hefja grásleppuveiði í ár en veiðar máttu hefjast 1. mars. Lítill kraftur er þó kominn í veiðarnar undan Norðurlandi og sumir enn ekki farnir af stað. Haft er eftir Hilmari Zophaníassyni, grásleppuveiðimanni á Siglufirði, á vef Landsambands
smábátaeigenda að veiðin hafi verið afspyrnu léleg, 10-12 grásleppur í trossu.
Á sama tíma í fyrra hafi ekki verið óalgengt að fá 250-300. Á Bakkafirði hefur veiðin verið ágæt og sömu sögu segja menn á Vopnafirði sem kvarta þó undan brælu. Emil Ólafsson er einn eigenda fyrirtækisins Bræðra ehf. á Vopnafirði sem tekur á móti og verkar grásleppuhrogn.
Ruv.is