Fara í efni

Grásleppuveiðin komin yfir 2000 tunnur

Fundur
15. apríl 2008Í lauslegri samantekt um síðustu helgi er ljóst að búið er að salta grásleppuhrogn í rúmar 2000 tunnur. Þegar litið er til þrálátrar norðanáttar sem verið nánast frá upphafi vertíðar með

15. apríl 2008
Í lauslegri samantekt um síðustu helgi er ljóst að búið er að salta grásleppuhrogn í rúmar 2000 tunnur. Þegar litið er til þrálátrar norðanáttar sem verið nánast frá upphafi vertíðar með tilheyrandi brælum er veiðin víðast hvar viðunandi.

Rúmur helmingur þessara tvöþúsund tunna eru á N-Austurhorninu Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði og Vopnafirði.

Á Húsavík hefur veiði verið góð, en á Siglufirði hefur vertíðin gengið afleitlega. Bæði er þar veðri um að kenna og einnig að minna er af grásleppu á slóðinni en í meðalári.
(mynd Vísindavefurinn )

www.smabatar.is