Fara í efni

Grunnskólinn á Bakkafirði fær viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu

Fréttir
María og Bylgja Dögg
María og Bylgja Dögg
Veiting nýsköpunarverðlauna og viðurkenninga í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015 fór fram í gær á hádegisverðarfundi á Grand hóteli. Langanesbyggð tilnefndi vinnustofuverkefnið í Grunnskólanum á Bakkafirði og hlaut það sérstaka viðurkenningu

Veiting nýsköpunarverðlauna og viðurkenninga í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015 fór fram í gær á hádegisfundi á Grand hóteli. Langanesbyggð tilnefndi vinnustofuverkefnið í Grunnskólanum á Bakkafirði og hlaut það sérstaka viðurkenningu. 

Alls voru tilnefnd 49 verkefni, fimm hlutu sérstaka viðurkenningu en Geðheilsustöðin í Breiðholti fékk nýsköpunarverðlaunin 2015.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra opnaði fundinn og flutti ávarp.

Nikolaj Lubanski framkvæmdarstjóri hjá Copenhagen Capacity var aðalfyrirlesari og fjallaði hann um þróun nýsköpunarmála í opinbera geiranum á Norðurlöndum sem og aðferðir sem geta hjálpað starfsfólki hins opinbera til að styðja við og keyra nýsköpun áfram. 

Aðrir fyrirlesarar voru Halla Helgadóttir framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Dr. Rögnvaldur J. Sæmundsson dósent í iðnaðarverkfræði við HÍ. 

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga afhenti nýsköpunarverðlaunin og viðurkenningar. Fleiri myndir munu verða settar inn á facebook síðu Langanesbyggðar.  /HS