Grunnskólinn á Bakkafirði, - kennarar óskast
Um tvær stöður er að ræða. Almennan grunnskólakennara vantar í fullt starf á unglingastigi og leikskólakennara vantar við leikskóladeildina.
Grunnskólinn á Bakkafirði er samrekinn leik-og grunnskóli. Einkunnarorð skólans eru fegurð, gleði og friður.
Við leitum að jákvæðum, faglegum og duglegum kennurum sem hafa mikinn áhuga á því að samþætta námsgreinar. Skólinn okkar er einstakur og mikil áhersla lögð á sjálfstæði og sköpun í námi. Meðal kennslugreina eru íslenska, stærðfræði, enska, danska og náttúrufræði.
Gerð er krafa um góða tölvukunnáttu væntra umsækenda. Nemendur unglingastigs hafa sínar eigin spjaldtölvur og er áhersla lögð á að nýta þær við kennslu.
Áhugi á útikennslu er góður kostur. Í skólanum er náttúru- og samfélagsfræði kennd í svokölluðum vinnustofum sem hlotið hafa nýsköpunarverðlaun. Þar fá nemendur tækifæri á að vinna eftir áhugasviðum sínum og áhersla er lögð á að nemendur kynni verkefni sín fyrir foreldrum og öðrum gestum.
Mikil áhersla er lögð á leiklist og á hverju vori er sýnt stórt leikrit sem allir nemendur taka þátt í.
Með umsókn skulu koma fram upplýsingar um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð. Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu eða kennararnemar í fjarnámi ganga öðrum umsækjendum framar. Laun fara eftir kjarasamningi KÍ og sveitarfélaganna.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2016 og skal umsóknum skilað skriflega til skólastjóra Maríu Guðmundsdóttir á maria@langanesbyggd.is.
Nánari upplýsingar veitir María Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 857-7400, heimasíða skólans: bakkafjardardskoli.is, facebooksíða skólans: Grunnskólinn á Bakkafirði