Grunnskólinn á Þórshöfn settur í blíðskaparveðri
22.08.2014
Fréttir
Það viðraði heldur vel þegar Grunnskólinn á Þórshöfn var settur í dag í skúðgarðinum
Áttugasta og fyrsta skólasetning Grunnskólans á Þórshöfn fór fram í blíðskaparveðri í dag í skrúðgarðinum. Ingveldur skólastjóri bauð nemendur úr Þistilfirði sérstaklega velkomna en Svalbarðsskóli var sameinaður Grunnskólanum á Þórshöfn í vor og því ekki skólahald lengur á Svalbarði.
Nemendur í 10.bekk eru staddir í London í skólaferðalagi með tveimur kennurum og voru því fjarri góðu gamni. Nemendur fengu stundaskrá og skóladagtal afhent í dag og mæta spennt í skólann á mánudagsmorgun :)
Foreldrafélag skólans bauð upp á grillaðar pylsur og drykki eftir skólasetningu. /HS