Fara í efni

Guðrún Margrét vann upplesturinn!

Fundur
Guðrún Margrét Halldórsdóttir, nemandi við Grunnskólann á Bakkafirði, sigraði með glæsibrag í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn fimmtudaginn 22. mars.

Til fyrirmyndar!

Guðrún Margrét Halldórsdóttir, nemandi við Grunnskólann á Bakkafirði, sigraði með glæsibrag í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn fimmtudaginn 22. mars.

Í fyrstu umferð lásu nemendur brot úr sögunni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir. Í annarri umferð lásu nemendur ljóð eftir Gyrði Elíasson og í þriðju og síðustu umferð lásu nemendur ljóð af eigin vali. Þrír nemendur tóku þátt í keppninni fyrir hönd Langanesbyggðar. Þær Bergþóra Stefánsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir fyrir hönd Grunnskólans á Þórshöfn og Guðrún Margrét Halldórsdóttir fyrir hönd Grunnskólans á Bakkafirði.

Tónlistaratriði frá nemendum settu skemmtilegan svip á hátíðina og léku nemendur frá öllum skólum á hljóðfæri. Bóksalan Eymundsson veitti verðleg peningaverðlaun. 

Langanesbyggð óskar Guðrúnu Margréti til hamingju með árangurinn.