Fara í efni

Hafnarverðir óskast á Bakkafjörð og á Þórshöfn

Fréttir
Langanesbyggð leitar að hafnarvörðum á Bakkafjörð og á Þórshöfn. Höfnin á Þórshöfn er ein af stærstu höfnum landsins í tonnum talið og um hana fer mikið af afurðum. Starfið á Bakkafirði er sambland af hafnarvörslu og starfi við áhaldahús á Bakkafirði. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí n.k. Æskilegt er að nýr hafnarvörður geti hafið störf sem fyrst.

Langanesbyggð leitar að hafnarvörðum á Bakkafjörð og á Þórshöfn. Höfnin á Þórshöfn er ein af stærstu höfnum landsins í tonnum talið og um hana fer mikið af afurðum. Starfið á Bakkafirði er sambland af hafnarvörslu og starfi við áhaldahús á Bakkafirði. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí n.k. Æskilegt er að nýr hafnarvörður geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:
Hafnarvörður annast almenna starfsemi hafnarinnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Hann vinnur að vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga um löndun. Hann vinnur að eftirliti með hafnarsvæðum, umferð um þau og umgengni og vinnur við daglegt viðhald hafnarmannvirkja og búnaðar hafnarinnar. Hann vinnur að öryggismálum hafnarinnar, mengunarvörnum og hafnarvernd. Hafnarvörður vinnur í nánu sambandi við áhaldahús Langanesbyggðar. Nánari lýsing á starfi er í starfslýsingu .

Hæfniskröfur:
Ökuskírteini
Grunnþekking á tölvuvinnslu
Réttindi á hafnarvog eru kostur
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Enskukunnátta er kostur
30 tonna siglingaréttindi pungapróf er kostur

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Upplýsingar gefur Ólafur Steinarsson, sveitarstjóri, í netfanginu sveitarstjori@langanesbyggd.is eða í síma 468-1220.