Haftyrðlar
27. desember 2007
Bræðurnir Flosi Hrannar og Guðmundur Hlífar Ákasynir klófestu þessa Haftyrðla á dögunum en þeir höfðu verið á vappi í þorpinu á Bakkafirði.
Eftir að að þeim hafði verið hlúð, þá var þeim sleppt í hafið aftur inn við Bakkafjarðarhöfn.
Frést hefur af fleiri fuglum í þorpinu og verður þeim sjálfsagt komið aftur í sjóinn af krökkunum er til þeirra næst.
Myndir Áki G.
Um Haftyrðil
Haftyrðlar eru smávaxin, hánorræn tegund, sem verpir aðeins mjög norðarlega. Ísland er á suðurmörkum þeirra. Hér verpa þeir nú aðeins í Grímsey en varp þeirra hefur stöðugt farið minkandi hér og eru þeir því að hverfa sem íslenskir varpfuglar. Þeir eru sjófuglar, sem halda sig mest úti á rúmsjó, en geta þó líka sést inni á fjörðum. Yfir vetrarmánuðina færa þeir sig sunnar og eru þá jafnvel í þúsundatali allt í kringum landið. Haftyrðlar verpa í urðum við sjó, þar sem þeir finna sér hreiðurstað í holum og gjótum gerðum af náttúrunnar hendi. Fæða haftyrðla er ýmsir hryggleysingjar. Þeir eru alfriðaðir enda sjaldgæfir og hafa ekki verið nýttir hér á landi líkt og aðrir sjófuglastofnar.
heimild http://www.islandsvefurinn.is/