Halló! Allir fullorðnir!
Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna (ÍFF) innan HSÞ hvetur eldri félaga og aðra fullorðna á öllum aldri, sem búa á héraðssvæði HSÞ, til að stunda reglulega hreyfingu.
Þekkt staðreynd er að regluleg hreyfing og iðkun íþrótta hefur mjög góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks. ÍFF hefur tekið saman lista yfir þá hreyfimöguleika sem eru í boði í þinni heimabyggð og hægt að finna sér hreyfingu við hæfi og áhuga.
Fyrir áhugasama um þátttöku á Landsmóti UMFÍ 50+ þá verður það haldið snemma sumars í Hveragerði 2017. Meira um það síðar.
Hreyfing er gulls ígildi - aldrei of seint að byrja!
ÞÓRSHÖFN: íþr.miðstöð s: 468 1515, 897-0260
Í íþróttamiðstöð er líkamsrækt og sundlaug. Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!
Ræktin er opin virka daga milli kl. 08:00 20:00, en sundlaugin er opin kl. 16:00 20:00. Á laugardögum eru bæði ræktin og sundlaugin opin kl. 11:00 14:00.
Hópur eldri borgara koma saman í sal íþróttahússins á mán-mið-fös kl. 11:00 og stunda göngu eða aðra létta hreyfingu. Fara í sund á eftir. Hópurinn kalla sig Gengið í skjóli
Blakæfingar: í íþr.húsinu á mán. og miðv. kl. 18:30 fyrir konur á öllum aldri. Kalla sig Álkur. Þjálfari er Árni Sigurðsson. Áhugasamar hafi samband við Karen Rut í gsm: 897-5064
Badmintonæfingar: fyrir karla og konur á mán mið.v. kl.17:00 - 18:00. Allir velkomnir!
Körfubolti : bumbubolti J á miðvikud. kl 20:00 sem sagt fullorðnir koma saman til að spila körfubolta. Ýmsir hafa verið að mæta frá Þórshöfn, Kópaskeri og Vopnafirði. Allir velkomnir til að mæta! Bendum á fésbókarsíðuna; Körfubolti Þórshöfn.