Hlúðu vel að því sem þér þykir vænt um Með því að hlúa vel að börnunum í uppvextinum, gefa þeim skýr fyrirmæli og hlýju læra þau að þau séu mikils virði.Samkvæmt rannsóknum tengjast eftirfarandi
Hlúðu vel að því sem þér þykir vænt um |
| |
Með því að hlúa vel að börnunum í uppvextinum, gefa þeim skýr fyrirmæli og hlýju læra þau að þau séu mikils virði.
Samkvæmt rannsóknum tengjast eftirfarandi atriði hamingju á jákvæðan hátt: - Góð sjálfsmynd
- Samvera foreldra og barna
- Innihaldsrík vinátta
- Að vera sáttur við sjálfan sig
- Leiðandi uppeldi með skýrum skilaboðum og föstum reglum
- Að kunna að njóta dagsins í dag
- Hæfilegar kröfur
- Tilgangur með lífinu
- Raunhæf markmið
- Víðsýni
- Að kunna að leita sér aðstoðar í erfiðleikum
Þennan fróðleik er að finna á nýja heilsuvefnum http://www.6h.is/ . Þessi vefur er ætlaður foreldrum, unglingum og börnum. Heilsuvefurinn er samstarfsverkefni Miðstöðvar heilsuverndar barna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Lýðheilsustöðvar, Barnaspítala Hringsins og Landlæknisembættisins. |
|
|