Fara í efni

Haustfagnaður í Langanesbyggð

Fundur
Þá er komið að því! Haustfagnaður í Langanesbyggð verður í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn laugardaginn 13 ágúst. Þrátt fyrir að enn sé bullandi sumar á Langanesi, halda þeir félagarnir Guðmundur Þá er komið að því! Haustfagnaður í Langanesbyggð verður í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn laugardaginn 13 ágúst.
Þrátt fyrir að enn sé bullandi sumar á Langanesi, halda þeir félagarnir Guðmundur Vilhjálmsson og Þórir Jónsson Haustfagnað. Að venju er boðið upp á tónlistarmenn í hæsta gæðaflokki og fremstur meðal jafningja er að sjálfsögðu hann Hreimur Örn Heimisson sem heiðrar Þórshafnarbúa í annað sinn með nærveru sinni, en hann hefur áður leikið á Kátum dögum.
Einnig verður sérstakur gestur Ína Valgerður Péturdóttir sem ætlar að kíkja á ballið og taka lagið með Rokkabillybandinu.
Þá mætir góður gestur frá Svíþjóð, en Björn Vilhjálmsson kontarabassaleikari kemur gagngert til landsins til að leika á Haustfagnaðinum. Hann tekur með sér bæði kontrabassa og rafbassa og verður spennandi að vita hvort gamlar Rokkabillybandsperlur hljóma í Þórsveri með dynjandi kontrabassaundirleik.
Húsið opnar kl 23.00 og gert er ráð fyrir að dansleikurinn standi til 3.00. Aldurstakmark 18 ár, miðaverð 3.000 kr.
Athugið að strákarnir eru frægir fyrir að byrja snemma og enda ......