Heil og sæl.
13. janúar 2008
Nú er ég komin á Langanesið og ætla að bjóða uppá kynningu á norrænum styrkjum til menningarstarfs (athugið að menning er ekki bara myndlist og tónlist heldur og margt annað). Margir möguleikar leynast í norrænu samstarfi og margar styrkjaáætlanir og sjóðir sem hægt er að sækja í. Hugmyndir að mögulegum verkefnum gætu kviknað :o)
Einnig verður stutt kynning á Menntaáætlun Nordpus 2008-2011og lýðháskólum. Athugið að lýðháskólar eru fyrir alla aldurshópa.
Kynningin er í Verinu á Þórshöfn fimmtudaginn 14. feb. kl. 16:30-18:30.
Læt dagskrá fylgja sem viðhengi.
Góðar kveðjur
María
Möguleg fjármögnun til menningarstarfs
Kynning á Norðausturlandi
Skipuleggjandi: Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri
Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Til hvaða verkefna, frá hverjum og hvernig er hægt að fá styrki?
Norræni menningarsjóðurinn verður kynntur og aðrir helstu sjóðir tengdir norrænu menningarsamstarfi. Einnig verður stutt kynning á innlendum sjóðum. Að skila inn góðri umsókn er mikilvægt. Farið verður yfiir nokkrar almennar ráðleggingar og ábendingar.
Tími og staður
Kynningin verður haldin í Verinu á Þórshöfn fimmtud. 14. februar 2008 kl. 16:30 18:30
Dagskrá
16.00 16:45 Norræni menningarsjóðurinn
16:50 - 17:05 Aðrir Norrænir sjóðir
17:10 - 17:25 Innlendir styrkir og sjóðir
17.30 18.00 Að hverju ber að huga þegar sótt er um styrki.
Skráning hjá Maríu Jónsdóttur með tölvupósti til mariajons@akureyri.is sem fyrst.
Heimasíða skrifstofunnar er www.akmennt.is/nu