Heilsueflingarhópur eldri borgara
Hvar? Íþróttahúsið Ver hittumst í anddyrinu og ákveðum hvort við verðum inni eða úti.
Hvenær? Alla þriðjudaga klukkan 11:00
Hvað? Hreyfing og heilsuefling sniðin að óskum þeirra sem mæta.
Hversvegna? Líkamsþjálfun og heilsuefling fyrir eldra fólk er gríðarlega mikilvæg og sýna rannsóknir í þeim efnum að með reglubundinni hreyfingu er hægt að hægja á þeim öldrunarbreytingum sem verða í líkamanum með hækkandi aldri.
Dæmi um ávinning af líkamsþjálfun aldraðara:
Aukinn vöðvastyrkur
Betra jafnvægi = minni byltuhætta
Aukið úthald við dagleg störf og tómstundir
Aukinn liðleiki
Hægir á beinþynningu
Bætt starfsemi hjarta og æðakerfis
Betri andleg líðan
Hver? Kristjana Þuríður Þorláksdóttir, hjúkrunarfræðingur, mun hafa yfirumsjón en vonandi fáum við góða gesti í heimsókn og getum virkjað íþróttaálfa staðarins.