Heilsueflandi samfélag í Langanesbyggð - Lífshlaupið
Þá er komið að því! Við minnum á að Lífshlaupið hófst 2. febrúar.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:
•Vinnustaðakeppni frá 2. febrúar – 22. febrúar, fyrir 16 ára og eldri
•Framhaldsskólakeppni frá 2. febrúar – 15. febrúar, fyrir 16 ára og eldri
•Grunnskólakeppni frá 2. febrúar– 15. febrúar, fyrir 15 ára og yngri
•Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið
SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á www.lifshlaupid.is/innskraning. Skráningarferlið er einfalt og þægilegt.