Fara í efni

Heimabyggðin mín - Þórshöfn á Langanesi

Fréttir
Þann 18. apríl sl lauk vinnu við verkefnið "Heimabyggðin mín" sem hefur staðið yfir frá áramótum.

Þann 18. apríl sl lauk vinnu við verkefnið "Heimabyggðin mín" sem hefur staðið yfir frá áramótum. Upphaf þessa verkefnis var heimsókn fulltrúa félagsins Landsbyggðarvina hún Fríða Vala Ásbjörnsdóttir í nóvember sl. Um áramótin hófst þessi vinna í unglingabekkjunum af fullum krafti undir öruggri leiðsögn Hilmu og Árna Davíðs umsjónarkennara unglingastigsins.

Nemendur kynntu verkefnin sín í félagsheimilinu á Þórshöfn. Allt gekk þetta vel og snuðrulítið fyrir sig, og var til þess tekið hve mikil vinna lá að baki verkefnunum. Frumkvæði, sköpunargleði, framkvæmdir úthugsaðar sem og staðsetningar, kostnaðaráætlun lá fyrir í sumum verkefnunum og svo skipti auðvitað máli hve vel okkar fólk kynnti verkefnin sín.

Einn hópur vann hugmynd að sérstöku krakka-hamstahjóli, annar að aparólu, þriðji að skate-park, fjórði að ferðaþjónustu og fimmti að göngustíg út að Langanesmerkinu við enda hafnargarðsins á Þórshöfn.

Fyrstu verðlaun hlutu þau Adam Árni, Dominik, Freyja og Jón Fannar fyrir hugmynd sína að göngustíg út hafnargarðinn að Langaneslistaverkinu/Langanesmerkinu okkar.