Heimabyggðin mín - Þórshöfn á Langanesi
Þann 18. apríl sl lauk vinnu við verkefnið "Heimabyggðin mín" sem hefur staðið yfir frá áramótum. Upphaf þessa verkefnis var
heimsókn fulltrúa félagsins Landsbyggðarvina hún Fríða Vala Ásbjörnsdóttir í nóvember sl. Um áramótin
hófst þessi vinna í unglingabekkjunum af fullum krafti undir öruggri leiðsögn Hilmu og Árna Davíðs umsjónarkennara unglingastigsins.
Nemendur kynntu verkefnin sín í félagsheimilinu á Þórshöfn. Allt gekk þetta vel og snuðrulítið fyrir sig, og var til þess
tekið hve mikil vinna lá að baki verkefnunum. Frumkvæði, sköpunargleði, framkvæmdir úthugsaðar sem og staðsetningar,
kostnaðaráætlun lá fyrir í sumum verkefnunum og svo skipti auðvitað máli hve vel okkar fólk kynnti verkefnin sín.
Einn hópur vann hugmynd að sérstöku krakka-hamstahjóli, annar að aparólu, þriðji að skate-park, fjórði að
ferðaþjónustu og fimmti að göngustíg út að Langanesmerkinu við enda hafnargarðsins á Þórshöfn.
Fyrstu verðlaun hlutu þau Adam Árni, Dominik, Freyja og Jón Fannar fyrir hugmynd sína að göngustíg út hafnargarðinn að
Langaneslistaverkinu/Langanesmerkinu okkar.