Fara í efni

Heimaey VE í fyrsta sinn á Þórshöfn

Fundur
Heimaey VE, nýjasta og glæsilegasta viðbótin við íslenska fiskiskipaflotann, sigldi í fyrsta sinn til hafnar á Þórshöfn í dag með rúm 300 tonn af makríl sem fer til vinnslu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja

Heimaey VE, nýjasta og glæsilegasta viðbótin við íslenska fiskiskipaflotann, sigldi í fyrsta sinn til hafnar á Þórshöfn í dag með rúm 300 tonn af makríl sem fer til vinnslu hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn.

Heimaey VE kom ný til landsins þann 15. maí sl. en skipið er smíðað í Chile. Skipið er búið fyrir veiðar í flotvörpu og nót og mælist 2.263 brúttótonn að stærð. Mesta lengd er 71 metri, breiddin er 14,4 metrar og djúprista 9,5 metrar. Siglingarhraði er að hámarki 17 mílur. Skipið er með 10 hráefnistanka, sem allir eru jafnstórir og burðargetan er 2.000 rúmmetrar. Svefnaðstaða er í skipinu fyrir 20 manns í fjórum eins manns klefum og átta tveggja manna. Skipstjóri á Heimaey VE er Ólafur Einarsson en yfirvélstjóri Svanur Gunnsteinsson.

Þórshafnarbúum gefst kostur á að skoða skipið á morgun, miðvikudaginn 1. ágúst, á milli kl. 14 og 16.