Fara í efni

Heimaeyja VE lögð af stað til Íslands

Fundur
Heimaey VE 1, nýja uppsjávarveiðiskipið sem Ísfélag Vestmannaeyja lét smíða fyrir sig í Chile, lagði af stað frá Asmar skipasmíðastöðinni um kl. 16 á sumardaginn fyrsta. Áætlaður sigingatími skipsins

Heimaey VE 1, nýja uppsjávarveiðiskipið sem Ísfélag Vestmannaeyja lét smíða fyrir sig í Chile, lagði af stað frá Asmar skipasmíðastöðinni um kl. 16 á sumardaginn fyrsta. Áætlaður sigingatími skipsins til Vestmannaeyja er rúmar 3 vikur. Það er því reiknað með að Heimaey verði í heimahöfn 12.-13. maí ef allt gengur að óskum. Þetta kemur fram á vefsíðunni eyjafrettir.is.

Heimaey VE kostar 4000 milljónir og er fyrsta nýsmíði fyrir Vestmannaeyinga í fimm ár. Heimaey VE 1 er uppsjávarskip og búið til veiða með flotvörpu og nót. Skipið er 2263 brúttótonn, mesta lengd 71 metri, breidd er 14,4 metrar og djúprista 9,5 metrar. Það gengur 17 mílur. Er með 10 hráefnistanka, jafnstóra, samtals 2000 rúm­metra. Kojur eru fyrir 20 manns í fjórum eins manns klefum og átta tveggja manna. Vélbúnaður, fiskileitar- og siglinga­tæki eru af nýjustu gerð. Heimaey VE er af nýrri kynslóð upp­sjávar­skipa með öflugri RSW-kælingu.