Heimsókn á skotstað Skyrora
13.08.2020
Fréttir
Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora, sem vinnur nú að undirbúningi á tilraunarskoti á Langanesi, býður börnun og foreldrum þeirra að heimsækja skotstað í dag, fimmtudag. Robin Hague, sem stýrir verkefninu, mun taka á móti áhugasömum milli 17:00 - 18:00 og fara yfir starfsemi þeirra á skotstað, hvernig skotið fer fram og hvað þarf að hafa í huga fyrir skot svo fátt eitt sé nefnt. Atli Þór Fanndal, frá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni, mun aðstoða Robin að þýða á íslensku fyrir yngri börnin.
Vegna COVID-19 verður hleypt inn á skotstað í litlum hópum. Þá er takmarkaður fjöldi sem kemst að og því er nauðsynlegt að skrá sig fyrir komu hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfubFjvLs6l6N0JR6QhSC3dBPEDBjtds-m8lhZNkzFPUoTT-w/viewform