Héraðsmót HSÞ í knattspyrnu - breytt dagsetning
Sunnudaginn 11. maí kl. 10.00 heldur HSÞ ásamt UMFL héraðsmót í knattspyrnu í íþróttahúsinu á Þórshöfn. Þau félög sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu þurfa að skrá sig hjá Þorsteini í síma 847-6992 netfangið thorsteinna@simnet.is eða Oddnýu í síma 867-2255 netfangið oddasigga@gmail.com
í síðasta lagi föstudaginn 2. maí. Þátttökugjald er 1500 kr á keppanda.
Fyrirkomulag
Mótið er fyrir 4, 5, 6 og 7 flokk og eru blönduð lið (stelpur og strákar). Hvert
lið skipa fimm leikmenn. Aðeins má hver iðkandi keppa með einu liði á mótinu. Einnig verður í boði að búa til lið á
staðnum ef svo ber undir. Þetta er hugsað til þess að iðkendur frá smærri félögum eigi kost á að vera með.
Gisting
Í boði verður að gista í félagsheimilinu ef lið vilja koma á laugardeginum. Ef vilji er fyrir
því að gista þarf að taka það fram við skráningu. Einnig þurfa allir að hafa með sér dýnu og svefnpoka Gisting er hluti af
þátttökugjaldi.
Bíó
Bíó verður í boði á laugardagskvöldið kl. 20:00 og er innifarið
í þátttökugjaldi
Veitingar
Samlokusala verður í gangi á meðan móti stendur og kostar samlokan og einn svali 500 kr. Einnig verður
í boði að kaupa ávaxtakörfu (íþróttanammi) hvenær sem er fyrir hvert lið með 2-3 ávöxtum á mann miða við 6
í liði. Upplagt sem kvöldsnarl, morgunmat eða jafnvel næring á meðan mótið er í gangi.
Nánari upplýsingar um körfuna koma síðar.
Vonandi sjáum við sem flesta
Með kveðju
Knattspyrnunefnd HSÞ
Þorsteinn Egilsson
Oddný
Kristjánsdóttir
Hulda Kristín
Baldursdóttir