Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
26.05.2016
Fréttir
Móttaka heyrnarfræðinga á Norðurlandi/Langanesi!
Á síðasta ári tók Heyrnar- og talmeinastöð Íslands í notkun nýja sérútbúna bifreið, sem notuð er til reglulegra ferða út á land. Bifreiðin gerir HTÍ kleift að auka þjónustu heyrnardeildar við viðskiptavini um land allt. Hún er fullbúin heyrnarmælinga- og þjónustustöð, búin öllum þeim tækjum sem sérfræðingar HTÍ þurfa til greiningar og meðferðar heyrnarmeina.
Stöðin heimsækir NA-land sem hér segir:
HÚSAVÍK (v/heilsugæslu) miðvikudaginn 25.maí kl 9-14
KÓPASKER (v/heilsugæslu) fimmtud. 26.maí , kl 9-12
ÞÓRSHÖFN, (v/heilsugæslu) fimmtudag 26.maí kl 14-17
Heyrnarmælingar, ráðgjöf, heyrnartæki og aðstoð
Nánari upplýsingar: www.hti.is sími 581 3855