Hleðslumagnari í tónlistarskólann
11.09.2015
Fréttir
Tónlistarskóli Langanesbyggðar hefur nú fengið í notkun vandaðan hleðslumagnara sem hægt er að tengja bæði við hljóðfæri og mikrafón. Magnarinn var keyptur í sumar fyrir verkefnið Spilað fyrir hafið, sem Langanesbyggð stóð fyrir, enda ekkert rafmagn í vitanum á Fonti og því var ákveðið að kaupa góðan maganara sem myndi síðan nýtast tónlistarskólanum. Kadri tónlistarkennari var alsæl með nýju græjuna og sagðist vera búin að langa lengi í svona fyrir skólann. Með því að hlaða magnarann er hægt að tengja hljóðfæri við hann og spila tónlist út um móa og mel. /GBJ
Tónlistarskóli Langanesbyggðar hefur nú fengið í notkun vandaðan hleðslumagnara sem hægt er að tengja bæði við hljóðfæri og mikrafón. Magnarinn var keyptur í sumar fyrir verkefnið Spilað fyrir hafið, sem Langanesbyggð stóð fyrir, enda ekkert rafmagn í vitanum á Fonti og því var ákveðið að kaupa góðan maganara sem myndi síðan nýtast tónlistarskólanum. Kadri tónlistarkennari var alsæl með nýju græjuna og sagðist vera búin að langa lengi í svona fyrir skólann. Með því að hlaða magnarann er hægt að tengja hljóðfæri við hann og spila tónlist út um móa og mel. /GBJ