Hlutastarf í Sauðaneshúsi
Hlutastarf í Sauðaneshúsi
Auglýst er eftir starfsmanni til að vinna aðra hvora helgi og 2-4 virka daga í mánuði, frá 15. júní – 31. ágúst.
Vinnutíminn er frá 11-17.
Starfið felst í að taka á móti gestum í þessu fallega húsi, kynna þeim sögu svæðisins og bjóða upp á veitingar.
Einnig þarf að halda húsinu hreinu og fínu til að þangað sé gott að koma.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á sögu svæðisins, vera fær í mannlegum samskiptum og hafa góða færni bæði í
íslensku og ensku.
Laun eru greidd eftir kjarasamningum Framsýnar við samninganefnd sveitarfélaga frá 1. júní 2011
Umsóknarfrestur er til 28. maí. Umsóknir skal senda á netfangið safnahus@husmus.is
Nánari upplýsingar gefur Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga í síma 464 1860 eða
í tölvupósti: safnahus@husmus.is