Fara í efni

Höfðingleg gjöf til Sauðaneskirkju

Fundur
Sauðaneskirkja á Langanesi fékk í sumar myndarlega gjöf, eina milljón króna,  sem ætluð er til endurbóta og viðgerðar á kirkjunni en það er aðkallandi verk.  Gefandinn er frú Gyða ÞórðardóttSauðaneskirkja á Langanesi fékk í sumar myndarlega gjöf, eina milljón króna,  sem ætluð er til endurbóta og viðgerðar á kirkjunni en það er aðkallandi verk.  Gefandinn er frú Gyða Þórðardóttir, dóttir sr. Þórðar Oddgeirssonar,  sem þjónaði á Sauðanesi og bjó þar í um fjörutíu ár en hún er ein eftirlifandi af börnum hans.
Gyða ólst upp í gamla prestsbústaðnum á Sauðanesi og kirkjan hefur alltaf verið henni afar kær en strax sem barn tók hún þátt í umhirðu kirkjunnar með foreldrum sínum.
Sauðaneskirkja er nú í umsjá húsafriðunarnefndar Þjóðminjasafnsins. Hún var byggð árið 1889 og stendur á hlöðnum steingrunni og í henni er forn vængjatafla með ártalinu 1742. Sauðanes var áður fyrr mikil hlunnindajörð og talið með betri brauðum landsins.
Gyðu Þórðardóttir  hefur frá mörgu að segja um lífið á Sauðanesi fyrr á árum en hún er nú hátt á níræðisaldri en ber aldurinn vel. Henni er umhugað um allt sem tengist Sauðaneskirkju og þekkir þar vel til en eftirgrennslanir hennar leiddu til þess að fornir koparkertastjakar, sem taldir eru vera frá því um 1700, komust aftur heim í kirkjuna eftir áratuga fjarveru en þeir höfðu verið sendir í viðgerð.
Það er ósk Gyðu að endurbótum ljúki sem fyrst á kirkjunni en unnið hefur verið að þeim undanfarin ár, eftir því sem fjármagn hefur leyft og rausnarleg gjöf hennar mun væntanlega flýta fyrir verklokum en Trésmiðjan Brú hefur unnið að endurbótunum.
Hér á ég mörg sporin og góðar minningar, sagði Gyða sem óskar þess að kirkjan á æskustöðvum hennar endurheimti fyrri reisn sem fyrst.