Fara í efni

Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja

Fréttir
Eins og auglýst var í febrúarnámsvísi Þekkingarnetsins þá verður Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja á Raufarhöfn á vor- og haustönn 2014. Markmiðið er að styðja við handverk og hönnun á svæðinu, einnig að ýta undir framleiðslu minjagripa. Það er ekkert skilyrði að vera starfandi listamaður eða í framleiðslu minjagripa, allir geta tekið þátt. Námsleiðin er 120 kennslustundir og kostar 28 þús. (flest stéttarfélög niðurgreiða námsskeiðsgjöld).

Eins og auglýst var í febrúarnámsvísi Þekkingarnetsins þá verður Hönnunar- og frumkvöðlasmiðja á Raufarhöfn á vor- og haustönn 2014. Markmiðið er að styðja við handverk og hönnun á svæðinu, einnig að ýta undir framleiðslu minjagripa. Það er ekkert skilyrði að vera starfandi listamaður eða í framleiðslu minjagripa, allir geta tekið þátt. Námsleiðin er 120 kennslustundir og kostar 28 þús. (flest stéttarfélög niðurgreiða námsskeiðsgjöld).

Dagskráin er ekki alveg fullmótuð til enda en fyrstu helgarnar eru þessar:

22-23 mars – Frá hugmynd til vöru. Kennari Bjarnheiður Jóhannsdóttir.
Frá hugmynd:
1. Undirbúningur að þróun nýrrar vöru
2. Hugmyndavinna
3.Þarfagreining
4.Tæknileg atriði
5.Fagurfræði


26-27 apríl – Frá hugmynd til vöru. Kennari Bjarnheiður Jóhannsdóttir.
Til vöru:
1. Markhópur og markaðir
2. Verðlagning
3.Kröfur til vöru
4.Innihald
5.Umbúðir, merkingar o. fl.

 

Maí – vinnustofuheimsókn til Arnhildar í Hönnunarsmiðjunni á Húsavík, kynning á laserskurðartækni og farið yfir verkferlið í kringum framleiðslu með laserskurði.

Auk þessara helga þá er hægt að fá metið inn í námsleiðina mætingu á Hugmyndaflug um heimskautsþorpið sem haldiðverður á Raufarhöfn 1. mars og einnig stendur til að hitta nemendur frá öðrum stöðum sérstaklega með smá hugmyndaflug áður en námsleiðin byrjar.

Betri upplýsingar til þeirra sem skráðir eru. Skráning á námsleiðina er hjá Heiðrúnu í síma 464-5142 eða heiðrun@hac.is, eða hjá Grétu Bergrúnu greta@hac.is. Skráningu lýkur 10. mars.