Fara í efni

Hópslysaæfing á Þórshafnarflugvelli

Fréttir
Hópslysaæfingin sem haldin var við Þórshafnarflugvöll á Langanesi í gær tókst vel að sögn Árna Birgissonar, samræmingarstjóra Isavia. Samhæfing og samvinna viðbragðsaðila þótti til fyrirmyndar, en á annað hundrað manns tóku þátt í æfingunni.

Hópslysaæfingin sem haldin var við Þórshafnarflugvöll á Langanesi í gær tókst vel að sögn Árna Birgissonar, samræmingarstjóra Isavia. Samhæfing og samvinna viðbragðsaðila þótti til fyrirmyndar, en á annað hundrað manns tóku þátt í æfingunni.

Í rannsókn sem þessari eru allir viðbragðsþættir vegna flugslyss prófaðir. Æfðar voru björgunar- og slökkviaðgerðir, greining og aðhlynning slasaðra auk umönnunar þeirra sem ekki slasast og aðstandenda.

Æfingin byggði á flugslysaáætlun flugvallarins á Þórshöfn með þátttöku allra viðbragðsaðila. Meðal annars reyndi sérstaklega á virkni áætlunarinnar, samhæfingu vegna flutnings á slösuðum frá Þórshöfn til sjúkrahúsa á Akureyri og í Reykjavík, rannsókn á vettvangi og samskipti við fjölmiðla.

/mbl