Hreinsunardagur fjölskyldunnar laugardaginn 24. maí!
Hreinsunardagur fjölskyldunnar verður að þessu sinni n.k. laugardag og eru allir sem vettlingi geta valdið og eiga heimangengt hvattir til að mæta stundvíslega kl. 11:00 hver á sitt svæði. Svæðisskipting verður með hefðbundnu sniði og eru svæðin 4 greind á meðfylgjandi korti. Að venju fer sérstakur flokkstjóri fyrir hverju svæði og sér viðkomandi um að úthluta pokum og raða fólki niður á svæðið. ........>
Svæði I Jóhanna Helgadóttir
Svæði II Guðrún Helgadóttir
Svæði III Guðmundur Hólm
Svæði IV Steinunn Leósdóttir
Hreinsa skal svæðin þannig að hóparnir endi sem næst miðju þorpsins og hjálpist að við hreinsun svæða í lokin. Garðeigendur ættu að nota tækifærið og taka rækilega til í eigin görðum fram að hreinsunardegi og koma frá sér rusli í safnhauga hreinsunardagsins.
Starfsmenn sveitarfélagsins munu aðstoða við tiltektina, þ.e. hirða þá ruslahauga sem munu skapast.
Að verki loknu verða veitingar í boði Langanesbyggðar í Verinu.
Umhverfis-, skipulags- og bygginganefnd