Hreinsunardagurinn í Langanesbyggð
Íbúar eru hvattir til að taka þátt með sveitarfélaginu í tiltekt og hreinsun þann 18. maí kl. 11:00 – 13:00
Sveitarfélagið mun útdeila ruslapokum:
Þórshöfn: Sunnuvegur, þjónustumiðstöð og íþrótttahús
Bakkfjörður: Hafnartangi
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar mun taka ruslapoka og stærra rusl sem skilið eru eftir í vegkanti innan sveitarfélagsins og koma í viðeigandi farveg.
Hreinsun fer fram utan lóða og aðeins á almenningssvæðum og utanvega. Lóðarhafar eru hvattir til að hreinsa til hjá sér í aðdraganda þessa dags.
Við lok hreinsunar eða um klukkan 13:00 verða í boði grillaðar pylsur og djús við Íþróttahúsið Ver á Þórshöfn og við Hafnartanga á Bakkfirði.
Umhverfisfulltrúi Langanesbyggðar
Ábendingar eru vel þegnar á póstfang almarm@langanesbyggd.is