Hrútadagurinn á Raufarhöfn
04.10.2014
Fréttir
Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður haldinn hátíðlegur þann 4. október 2014 í Faxahöllinni kl 15:00.
Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður haldinn hátíðlegur þann 4. október 2014 í Faxahöllinni kl 15:00.
Ýmislegt spennandi verður á dagskrá og má þá nefna: Guðni Ágústsson verður á staðnum og setur daginn Sölubásar með ýmsan varning og kjötsúpa til sölu Kótelettufélag Íslands kemur á svæðið og velur besta kótelettuhrútinn Skemmtiatriði frá hrútavinafélaginu Örvari Ómskoðun og stigun á líflömbum Hrútahlaup sem enginn ætti að missa af Hrútadagsnefnd stígur á svið með óvænta uppákomu...
Svo er rúsínan í pylsuendanum, sala á hrútum sem gæti endað með uppboði
Ekki er allt gamanið búið því kl. 21:00 verður hagyrðingakvöld í félagsheimilinu Hnitbjörgum sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þar fer einnig fram verðlaunaafhending fyrir afurðahæstu ána og aðrar skemmtilegar uppákomur. Hagyrðingar kvöldsins eru Jónas Friðrik Guðnason, Ágúst Marinó Ágústsson, Friðrik Steingrímsson, Jóhannes Sigfússon og stjórnandi er Birgir Sveinbjörnsson.
Við endum svo kvöldið með stórskemmtilegum dansleik með Dansbandinu frá Akureyri. Aðgangseyrir á hagyrðingakvöldið og ballið er 4500 krónur.
Ýmislegt spennandi verður á dagskrá og má þá nefna: Guðni Ágústsson verður á staðnum og setur daginn Sölubásar með ýmsan varning og kjötsúpa til sölu Kótelettufélag Íslands kemur á svæðið og velur besta kótelettuhrútinn Skemmtiatriði frá hrútavinafélaginu Örvari Ómskoðun og stigun á líflömbum Hrútahlaup sem enginn ætti að missa af Hrútadagsnefnd stígur á svið með óvænta uppákomu...
Svo er rúsínan í pylsuendanum, sala á hrútum sem gæti endað með uppboði
Ekki er allt gamanið búið því kl. 21:00 verður hagyrðingakvöld í félagsheimilinu Hnitbjörgum sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þar fer einnig fram verðlaunaafhending fyrir afurðahæstu ána og aðrar skemmtilegar uppákomur. Hagyrðingar kvöldsins eru Jónas Friðrik Guðnason, Ágúst Marinó Ágústsson, Friðrik Steingrímsson, Jóhannes Sigfússon og stjórnandi er Birgir Sveinbjörnsson.
Við endum svo kvöldið með stórskemmtilegum dansleik með Dansbandinu frá Akureyri. Aðgangseyrir á hagyrðingakvöldið og ballið er 4500 krónur.
Ekki láta þennan glæsilega og einstaka dag framhjá þér fara en það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.