Fara í efni

Húsfyllir á framboðsfundi á Þórshöfn

Fréttir
Mynd: Jónas Egilsson
Mynd: Jónas Egilsson

Þeir tveir lista sem bjóða fram  í sveitarstjórnarakosningunum á laugardag héldu framboðsfund i Þórsveri á Þórshöfn á fimmtudagskvöld. Oddvitar framboðanna fluttu framsögu en að þeim loknum héldu þrir frambjóðendur af hvorum lista stutta ræðu. Að framsöguræðum loknum fengu fundarmenn orðið og spurðu frambjóðendur um stefnumál þeirra. Að lokum fluttu oddvitar framboðanna sína lokaræðu. Óhætt er að segja að íbúar í hinu nýja sveitarfélagi hafi haft mikinn áhuga á að kynna sér málefnin því húsfyllir var á fundinum. Að auki fylgdust á milli 30 og 40 manns með útsendingu frá honum. Íbúar ættu að vera nokkru nær um áherslur framboðslistanna eftir fundinn og stefnir í spennandi kosningar í hinu nýja sveitarfélagi.  

Hægt er að horfa á fundinn hér.