Fara í efni

Hvernig getum við bætt menntun barnanna okkar

Fréttir
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heldur opinn fund um Hvítbók um umbætur í menntamálum Í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn, sunnudaginn 28. september n.k. og hefst fundurinn kl 13:00.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heldur opinn fund um Hvítbók um umbætur í menntamálum Í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn, sunnudaginn 28. september n.k. og hefst fundurinn kl 13:00.

Hann leggur áherslu á þau meginmarkmið að bæta árangur í lestri, bæta námsframvindu í framhaldsskólum og efla verk- og tækninám. „Framtíðarsýn okkar er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu tækifæri og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi menntun sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis“.

Fundurinn er öllum opinn og eru kennarar, foreldrar og aðrir sem láta sig menntamál varða velkomnir.