Fara í efni

Í fótspor fjallana

Fundur
2 ágúst 2008Síðastliðinn sunnudag fór fram dagskrá á Öxarfjarðarheiði og Svalbarðsskóla í Þistilfirði tileinkuð ævi og verkum Jóns Trausta. Guðmundur Magnússon betur þekktur sem Jón Trausti fæddist ár

2 ágúst 2008

Síðastliðinn sunnudag fór fram dagskrá á Öxarfjarðarheiði og Svalbarðsskóla í Þistilfirði tileinkuð ævi og verkum Jóns Trausta. Guðmundur Magnússon betur þekktur sem Jón Trausti fæddist árið 1873 á Rifi á Melrakkasléttu. Hann ólst upp á Melrakkasléttu og í Öxarfjarðarheiði fram yfir fermingu. Seinna þegar hann hóf að gefa út ljóð sín og önnur ritverk mátti glöggt greina að uppvaxtarár hans voru honum hugleikin. Hann ólst upp við fátækt og hrakningar og upplífið eitt mesta harðæri sem skollið hefur á Íslandi, fellisvorið mikla 1882. Mörg ljóða Jóns Trausta fjalla um þetta landsvæði og í skáldsögum hans eru bæði persónur og aðstæður sem vel má hugsa sér að séu upprunar á æskustöðvum skáldsins.

Í fótspor Höllu......

 Meira á Þórshöfn fréttir