Ibby barnamenningarsamtök gefa bækur
23.09.2016
Fréttir
Kátir lestrarhestar í fyrsta bekk
Kátir lestrarhestar í fyrsta bekk komu í bókasafnið á föstudagsmorgni og fengu að gjöf úrvalsbók íslenskra barnabókmennta og heitir hún "Nesti og nýir skór."
Öll sex ára börn á landinu fá þessa bók að gjöf við upphaf skólagöngu; í henni eru sögur sem foreldrar, kennarar, ömmur og afar þekkja og munu njóta þess að kynna fyrir börnum sínum, auk þess er bókin fallega myndskreytt.
Barnamenningarsamtökin Ibby á Íslandi standa að þessari gjöf en aðalmarkmið þeirra samtaka er að stuðla á allan hátt að eflingu íslenskra barnabóka. Ibby eru alþjóðleg áhugasamtök um barnabókmenntir, með yfir 60 aðildarlöndum.